Ísland U19 (IHF)
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára á yngri vann 37-36 sigur á Ungverjum rétt í þessu og leika því um 5.sætið á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið spennuleikur og jafnt var nánast á öllum tölum í leiknum. Ungverjar byrjuðu betur og náðu mest 2 marka forskoti í fyrri hálfleik en íslenska liðið náði að jafna metin og var staðan jöfn í hálfleik 17-17. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik þar sem jafnt var nánast á öllum tölum en strákarnir náðu að sigla fram úr undir lokin og tryggja sér 37-36 sigur. Strákarnir spila við heimamenn í Egyptalandi um 5.sætið á sunnudaginn klukkan 11:45 og má búast við mikilli stemmningu í höllinni en heimamenn hafa verið vel studdir allt mótið. Markaskorun Íslands: Marel Baldvinsson 8 mörk, Ágúst Guðmundsson 6, Bessi Teitsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 5, Dagur Árni Heimisson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Daníel Montoro 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Sigurjón Bragi Atlason 1. Varin skot: Jens Sigurðarson 5 varin (18%) – Sigurjón Bragi Atlason 1 varið (8%.)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.