Marel Baldvinsson ((HSÍ)
Íslenska landsliðið vann fyrr í dag Ungverja 37-36 og leika því um 5.sætið á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari var að vonum ánægður með sigurinn „Ég er roslega ánægður að hafa unnið leikinn gegn Ungverjum og náð að hefna fyrir tapið síðan í fyrra. Við lögðum mikið upp úr því að vinna þennan leik en á sama tíma var lagt upp með fyrir leikinn að það myndu allir taka þátt og fá að spila.” Marel Baldvinsson spilaði virkilega vel í liði Íslands og var valinn maður leiksins að leik loknum „Marel kom virkilega sterkur inn í vörnina í dag eftir að hafa fengið 2 ósanngjörn rauð spjöld á mótinu og greip tækifærið einnig sóknarlega og er verðskuldað verðlaunaður fyrir frammistöðu sína." Íslenska liðið náði yfirhöndinni í seinni hálfleik og komst mest 4 mörkum yfir en þá náðu Ungverjar að minnka muninn „Ungverjar fóru í 7 á 6 í seinni hálfleik og mér fannst við standa það ágætlega af okkur. Það kom smá hik á okkur sóknarlega á þeim kafla en við náum að rífa okkur aftur í gang. Þeir minnka muninn í 1 mark þegar 10 sekúndur eru eftir en sigurinn hjá okkur var sanngjarn og öruggur." Framundan er leikur um 5.sætið gegn heimamönnum í Egyptalandi og má búast við 20.000 manns í stúkunni á sunnudaginn „Strákunum hlakkar mjög til að mæta heimamönnum fyrir fullu húsi og setja það í reynslubankann. Við ætlum að hvíla á morgun, fara og kíkja á Píramídana og koma heim í hádeginu, slappa af og sleppa handbolta á morgun. Tökum svo fund á sunnudagsmorgun og mætum svellkaldir í leikinn.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.