HANDBALL-WORLD-MEN-NOR-POR (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)
Norski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni er meiddist á æfingu með danska liðinu á miðvikudaginn. Sagosen verður því frá æfingum og leikjum næstu vikurnar. Það kom í ljós að liðband í þumalfingri hans hafi slitnað og þarf norski landsliðsmaðurinn að gangast undir aðgerð. Sagosen, sem er lykilmaður bæði í norska landsliðinu og Aalborg Handball, segir um óvænta: ,,Þetta er mjög svekkjandi. Undirbúningur minn hefur verið nánast fullkominn og ég hef hlakkað til að hefja tímabilið, með nokkrum spennandi leikjum nú strax í ágúst og september," sagði Sagosen en það er TV 2 í Noregi sem greinir frá. Norska stjarnan reynir að líta jákvætt á meiðslin. ,,Þrátt fyrir það er ég ánægður að alvarleiki meiðslanna sé ekki verri og hvatning mín til að koma til baka með látum hefur aðeins aukist enn frekar. Á meðan mun ég einbeita mér að því að gera allt sem ég get til að hjálpa og styðja liðsfélaga mína á næstu mánuðum," segir Sagosen. Gert er ráð fyrir því að Sagosen verði frá í allt að þrjá mánuði.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.