Tanja Glóey (HK Handbolti)
Markvörðurinn, Tanja Glóey Þrastardóttir hefur framlengt samning sinn við HK til tveggja ára. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag. ,,Við erum gríðarlega spennt að tilkynna að Tanja Glóey hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við HK," sagði í tilkynningunni frá HK. Í vetur spilaði Tanja 17 leiki og var með 7,2 varin skot að meðaltali í leik. ,,Algjör veggur í markinu," segir í tilkynningunni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.