Ágúst Guðmunds 9. markahæsti á HM U19
IHF)

Ágúst Guðmundsson (IHF)

Heimsmeistaramótið í U19 ára landsliðum karla lauk í gær með ótrúlegum úrslitaleik milli Þjóðverja og Spánverja sem fór alla leið í bráðabana í vítakastkeppni þar sem Þjóðverjar höfðu betur 41-40.

Íslenska landsliðið endaði í 6.sæti á mótinu eftir tap gegn Egyptum í leiknum um 5.sætið.

Ágúst Guðmundsson, örvhenta skyttan úr HK endaði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á mótinu með 51 mark. Dagur Árni Heimisson leikmaður Vals kom næstur með 39 mörk og Mosfellingurinn Stefán Magni Hjartarson skoraði 25 mörk.

Hér að neðan er hægt að sjá listann yfir markahæstu leikmenn mótsins.

Aljus Anzic (Slóvenía) – 67 mörk

Mai Marguc (Slóvenía) – 65

Marcos Fis Ballester (Spánn) – 61

Ahmed Alobaidi (Sádí-Arabía) – 60

Joao Lourenco (Portúgal) – 60

Olsi Mulaj (Kósóvó) – 53

Niclas Mierzwa (Sviss) – 53

Vetle Bore (Noregur) – 52

Ágúst Guðmundsson (Ísland) – 51

Nikola Roganovic (Svíþjóð) – 51

Yeongu Choi (Suður-Kórea) – 51

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top