Getum orðið enn betri með Gottfridsson
(JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Jim Gottfridsson Elvar Örn Jónsson ((JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Janus Daði Smárason og liðsfélagar hans í OTP Bank-Pick Szeged urðu bikarmeistarar í Ungverjalandi á síðustu leiktíð en þurftu að horfa á eftir ungverska meistaratitlinum í hendur ONE Veszprém í oddaleik úrslitaeinvígisins.

Michael Apelgren er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari OTP Bank-Pick Szeged með bjartsýni eftir sterka frumraun. Hann var í viðtali við ungverska miilinn Nemzeti Sport á dögunum.

,,Þetta var frábært, en líka langt tímabil með miklum tilfinningum. Þess vegna var gott að fara heim til Svíþjóðar og láta hvatann vaxa aftur,“ segir Apelgren við Nemzeti Sport.

Hann bendir á að sumarólympíuleikarnir í fyrra hafi gert undirbúning erfiðan, en að liðið hafi verið að bæta sig stöðugt.

,,Ef við hefðum unnið deildina og átt heimaleik gegn Veszprém í oddaleiknum í úrslitaeinvíginu, hefðum við átt betri möguleika á að vinna gull.“

Apelgren er afar ánægður með hópinn fyrir komandi tímabil og segir að Jim Gottfridsson sem gekk til liðs við félagið frá Flensburg geti haft góð áhrif á liðið.

„Við trúum enn á okkur sjálf. Við höfum nánast sama hópinn og með Gottfridsson getum við orðið enn betri.“

Pick Szeged féll út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

,,Ef við getum sigrað tvö lið frá Balkan, Zagreb og Eurofarm Peliszter, þá eigum við góða möguleika á að komast áfram,“ segir Apelgren. Liðið byrjar tímabilið 28. ágúst með leik gegn Gyöngyös í Pick Arena og hitar upp með leikjum gegn Kielce og Elverum í lok ágúst.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top