Hafa HK-ingar fundið sér nýjan markmann?
ÍR handbolti)

Rökkvi Pacheco Steinunnarson (ÍR handbolti)

Handkastið greindi frá því í morgun að HK-ingar væru í miklu markmannsvandræðum en tveir af þremur markvörðum liðsins þeir Brynjar Vignir Sigurjónsson og Jovab Kukobat eru báðir meiddir og verða frá í nokkrar vikur.

HK leikur nú sinn fyrsta leik í Ragnarsmótinu á Selfossi og er leikurinn í beinni útsendingu í Handboltapassanum. Athygli vekur að Rökkvi Pacheco Steinunnarson er í leikmannahópi HK.

Rökkvi Pacheco Steinunnarson er uppalinn í ÍR og lék með liðinu á síðustu leiktíð. Sumarið 2024 gerði Rökkvi tveggja ára samning við félagið en hann hefur að öllum líkindum rift samningi sínum í sumar því samkvæmt heimasíðu HSÍ er Rökkvi ekki meðal samningsbundna leikmanna ÍR.

Rökkvi hefur þó ekki gert félagaskipti yfir í HK en leikmenn utan samnings er heimilt að leika í Ragnarsmótinu.

Það kemur líklega í ljós á næstu dögum hvað HK-ingar gera en líklegt þykir að Rökkvi gæti verið sá markmaður sem á að fylla það skarð sem Brynjar Bignir og Jovan Kukobat skilja eftir sig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top