Rökkvi Pacheco Steinunnarson (ÍR handbolti)
Handkastið greindi frá því í morgun að HK-ingar væru í miklu markmannsvandræðum en tveir af þremur markvörðum liðsins þeir Brynjar Vignir Sigurjónsson og Jovab Kukobat eru báðir meiddir og verða frá í nokkrar vikur. HK leikur nú sinn fyrsta leik í Ragnarsmótinu á Selfossi og er leikurinn í beinni útsendingu í Handboltapassanum. Athygli vekur að Rökkvi Pacheco Steinunnarson er í leikmannahópi HK. Rökkvi Pacheco Steinunnarson er uppalinn í ÍR og lék með liðinu á síðustu leiktíð. Sumarið 2024 gerði Rökkvi tveggja ára samning við félagið en hann hefur að öllum líkindum rift samningi sínum í sumar því samkvæmt heimasíðu HSÍ er Rökkvi ekki meðal samningsbundna leikmanna ÍR. Rökkvi hefur þó ekki gert félagaskipti yfir í HK en leikmenn utan samnings er heimilt að leika í Ragnarsmótinu. Það kemur líklega í ljós á næstu dögum hvað HK-ingar gera en líklegt þykir að Rökkvi gæti verið sá markmaður sem á að fylla það skarð sem Brynjar Bignir og Jovan Kukobat skilja eftir sig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.