Hafþór Vignis spilaði ekkert á KG Sendibílamótinu
Egill Bjarni Friðjónsson)

Hafþór Vignisson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Athygli vakti að Hafþór Vignisson leikmaður Þórs tók ekki þátt í leikjum liðsins í KG Sendibílamótinu um helgina en Þór lék tvívegis við KA, bæði á fimmtudag og á laugardag. KA vann báða leiki liðanna á mótinu.

Hafþór staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli á öxl sem gerðu það að verkum að hann getur ekki beitt sér að fullu. Hann sé því í meðhöndlun og sé að reyna jafna sig á þeim meiðslum.

,,Þetta er ekkert alvarlegt og ég vonast til að vera klár og byrjaður að æfa á næstunni," sagði Hafþór í samtali við Handkastið.

Hafþór gekk í raðir Þórs fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu á nýjan leik í Grill66-deildinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís-deildinni eftir að hafa unnið Grill66-deildina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top