Stjarnan fer upp um tvö sæti. ((Kristinn Steinn Traustason)
Olís-deild kvenna hefst eftir 19 daga þegar heil umferð fer fram laugardaginn 6. september. Að því tilefni fékk Handkastið, handboltaspekinginn og góð vin Handkastsins, Einar Inga Hrafnsson til að útbúa næstum því tímabæra spá fyrir deildina. Einar Ingi sauð fyrr í sumar saman í ótímabæra spá fyrir Olís-deild kvenna. Töluverðar breytingar eru á spá Einars Inga frá ótímabæru spá hans. Gefum honum orðið: ,,Stelpurnar líkt og strákarnir eru komnar á fullt og búnar að vera að æfa í 3-4 vikur. Liðin eru farin að spila einhverja æfingaleiki og var til að mynda skemmtilegu æfingamóti fyrir norðan að ljúka og Ragnarsmótið framundan." ,,Liðin hafa auðvitað spilað mismarga æfingaleiki þessar fyrstu vikurnar og eins og alltaf þá getur verið erfitt að rýna of mikið í lokatölur. En æfingaleikir gefa alltaf einhverja mynd af stöðu liðanna í dag og gaman að sjá hvernig ný andlit eru strax farin að láta til sín taka." Næstum því tímabær spá Einars Inga fyrir Olís-deild kvenna tímabilið 2025/2026 lítur svona út:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.