Nora Mörk ((Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)
Norska stórstjarnan Nora Mørk er opin fyrir endurkomu í norska landsliðið en segir þó að það sé ekkert ákveðið enn. Hún er nýbyrjuð að spila aftur eftir barnsburð. Í viðtalið við TV2 sport í Noregi á dögunum sagðist hún vilja reyna að sameina á ný félagslið og landslið en án þess þó að lofa einhverju. ,,Ég verð að taka þessu eins og það kemur. Ég verð að tala við Ole Gustav Gjekstad, landsliðsþjálfara og svo sjáum við til. Ég er ekki yfirmaðurinn í þessari ákvörðun það er dóttir mín sem er það núna. Ég get ekki svarað því núna og ég vona að fólk það ekki sem nei. En ég vil heldur ekki lofa einhverju sem ég get ekki staðið við."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.