Carlos Marin Santos - Atli Kristinsson (Sigurður Ástgeirsson)
Eitt elsta og virtasta æfingamót Íslands, Ragnarsmótið í handbolta, hefst á parketinu í Set höllinni í kvöld. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt karla megin og það sama er uppi á teningnum kvenna megin. Fyrsti leikir mótsins fara fram í kvöld þegar karlamótið fer af stað og síðan verður leikið alveg fram á laugardag þegar mótinu lýkur. Leikir kvöldsins: Allir leikir kvöldsins verða sýndir í beinni á Handboltapassanum en eins er frítt inn á alla leikina. Handkastið fylgist grannt með gangi mála á Ragnarsmótinu og segir frá úrslitum leikjanna.
18:00 ÍBV - HK
20:15 Selfoss - Víkingur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.