Haukur Ingi skoraði 14 mörk í kvöld. ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Hið árlega æfingamót á Selfossi, Ragnarsmótið hófst í kvöld með tveimur leikjum í karlaflokki. Stelpurnar ríða síðan á vaðið annað kvöld. Mótið heldur síðan áfram alla vikuna og lýkur síðan á laugardaginn. Í fyrri leik kvöldsins gerðu ÍBV og HK jafntefli 25-25 en HK leiddi í hálfleik 16-14 eftir að hafa mest komist þremur mörkum yfir í fyrri hálfleiknum 10-7. Mikið janfræði var með á liðunum en ÍBV komst yfir í stöðunni 23-22 en lokatölur eins og fyrr segir 25-25. Markaskorun ÍBV: Jakob Ingi Stefánsson 7, Dagur Arnarsson 6, Kristófer Ísak Bárðarson 6, Ívar Bessi Viðarsson 2, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Sveinn José Rivera 1, Daníel Þór Ingason 1 Í seinni leik kvöldsins tóku gestgjafarnir á móti Víking sem leikur í Grill66-deildinni. Víkingar höfðu mikla yfirburði í leiknum og voru sjö mörkum yfir í hálfleik 22-15. Þeir gáfu síðan ekkert eftir í seinni hálfleik og uppskáru að lokum tíu marka sigur 38-38. Markaskorun Selfoss: Hákon Garri Gestsson 8, Hannes Höskuldsson 4, Alvaro Fernandez 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Árni Ísleifsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Ísak Kristinn Jónsson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Varin skot: Ísak Kristinn Jónsson 8, Egill Eyvindur ÞOrsteinsson 3. Markaskorun Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 11, Rytis Kazakevicius 6 Kristján Helgi Tómasson 5, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 1, Arnar Már Ásmundsson 1, Felix Már Kjartansson 1, Nökkvi Gunnarsson 1. Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 5, Daði Bergmann Gunnarsson 11.
Varin skot: Petar Jokanovic 10 varin
Markaskorun HK: Haukur Ingi Hauksson 14, Sigurður Jefferson Guarino 4, Örn Alexandersson 3, Leó Snær Pétursson 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 1,
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 14, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 1.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.