Stjarnan ÍBV (Sævar Jónsson
Í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Styrmir Sigurðsson, Davíð Már Kristinsson og Einar Ingi Hrafnsson settust fyrir framan hljóðnemann og fóru yfir það helsta sem hefur gerst í handboltanum hér heima í sumar barst talið að Stjörnu liðinu sem endaði í 7.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér. ,,Það kom inn frétt um Stjörnuna í gær og þar veltu við því fyrur okkur hvort þetta yrði sögulegt tímabil fyrir Stjörnuna og þeir kæmust loks uppúr 8-liða úrslitum. Þá kom Patrekur Jóhannesson á spjallborðið til mín og lét mig vita af því að hann hafi nú komið liðinu í undanúrslit á Covid-árunum," sagði Styrmir Sigurðsson þáttastjórnandi þáttarins og einn af ritstjórum síðunnar. ,,Garðabærinn er með alvöru væntingar fyrir hönd Stjörnunnar í vetur," bætti Einar Ingi við. ,,Það hafa nánast öll liðin fyrir ofan Stjörnuna í deildinni misst leikmenn. Á meðan hefur Stjarnan ekki misst neitt og hafa bætt við sig Rea Barnabas, Gauta Gunnars og halda báðum markvörðunum. Bara það að Stjarnan hafi haldið í sinn mannskap nokkurnveginn það á strax að gera liðið að topp fjögur liði í deildinni. Þeir eiga að reyna ná heimavallarétti í úrslitakeppninni ef þeir haldast heilir og það er stórt ef," sagði Styrmir og benti á að Stjarnan hafi verið í miklu meiðsla vandræðum á síðustu leiktíð. ,,Ég held að þeir hafi ekki byrjað með sama byrjunarlið í öllum 22 leikjum tímabilsins í fyrra." ,,Þetta er Valur, Haukar, ÍBV og Stjarnan. Fram hefur misst leikmenn, FH hefur misst." ,,Það þarf ekki nema 1-2 leikmenn að meiðast og þá er allt farið í steik eins og í ameríska fótboltanum en ef við spáum í spilin og allir leikmenn eru heilir hjá öllum liðum þá yrði skandall ef Stjarnan nær ekki heimavallarétti í 8-liða úrslitum miðað við þennan mannskap," sagði Styrmir Sigurðsson í nýjasta þætti Handkastsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.