Sorgmæddur fyrir hönd Kára og ÍBV og segir þetta hafa skaðað ÍBV
(Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Mál Kára Kristjáns Kristjánssonar og ÍBV var til umræðu í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út í gærkvöldi.

Þar fór stjórnandi þáttarins Styrmir Sigurðsson hefur viðtalið við Kára úr síðasta þætti Handkastsins og spurði gesti þáttarins þá, Einar Inga Hrafnsson og Davíð Má Kristinssyni til að mynda út í það hvort Eyjamenn hafi dregið þetta allt á langinn meðvitað svo að Kári Kristján gæti ekki fundið sér nýtt félag í sumar.

Í viðtalinu við Kára var hann spurður út í þann orðróm að honum hafi verið boðinn þjálfarastaða Þórs í byrjun sumars sem Kári staðfesti.

,,Ég trúi því ekki en mér finnst vinnubrögðin ekki góð og rétt eins og Kári kom inná sjálfur. Þetta er einn af mínum betri vinum og maður er auðvitað sammála því sem hann segir," sagði Einar Ingi Hrafnsson og hélt áfram.

,,Ég finn það á honum að þetta er erfitt fyrir hann, hann býr í Vestmannaeyjum og hann á fjölskyldu í Vestmannaeyjum. Hann á börn í ÍBV og dóttir hans er í meistaraflokki kvenna í ÍBV. Þetta er rosalega skrítin meðhöndlun."

,,Maður hélt frekar að ef ÍBV myndi ekki óska eftir hans starfskröftum þá myndu þeir láta hann vita af því sem fyrst og ef hann myndi ákveða að hætta á þeim forsendum að hann vill hætta, þá hefði maður séð fyrir sér einhvern kveðjuleik og setja treyjuna hans upp í rjáfur. Það er Vestmannaeyjalegt."

Einar Ingi hélt áfram og segir þetta úr karakter hjá Vestmanneyingum eins og þeir koma fyrir.

,,Ég vona að þeir komi með afsökunarbeiðni, hafi samband við Kára og biðji hann afsökunar. Ég á bágt með að trúa því að fólk í Vestmannaeyjum sé sátt með það hvernig þetta hefur farið," sagði Einar Ingi að lokum og Davíð Már Kristinsson tók undir orð Einars.

,,Þetta hefur verið mannlegur harmleikur og skaðað ÍBV. Ég er mjög sorgmæddur fyrir hönd Kára og ÍBV að þetta sé staðan. Þetta er í öllum fjölmiðlum og það eru allir að ræða þetta á öllum kaffistofum. 

,,Eyjamenn eru þekktir fyrir samstöðu og að leysa málin og ekkert vesen. Þetta er ömurlegt að sjá þetta svona og vonandi að allir hlutaðeigendur, menn sem hafa verið í kringum handboltann í ÍBV síðustu ár stígi inn í og krefjast þess að ÍBV leysi þetta mál. Þannig að sárin stækki ekki ennþá meira," sagði Davíð Már í nýjasta þætti Handkastsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top