Lítil spenna á Selfossi í kvöld
(Eyjólfur Garðarsson)

Eva Lind skoraði sex mörk í kvöld. ((Eyjólfur Garðarsson)

Hið árlega æfingamót á Selfossi, Ragnarsmótið hófst í kvennaflokki í kvöld með tveimur leikjum. Það er ekki hægt að segja að mikil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins.

Í fyrri leik kvöldsins rótburstuðu Eyjastelpur lið Víkings með 19 marka mun, 38-19 en ÍBV-liðið er nýkomið af KG Sendibílamótinu þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið alla sína leiki á því móti.

Víkings liðið var lítil fyrirstaða fyrir ÍBV í kvöld en staðan var 17-8 ÍBV í vil í hálfleik. Eyjastelpur héldu síðan áfram að valta fyrir Víkingsliðið í seinni hálfleik og lokatölur 38-19.

Athygli vakti að einungis ellefu leikmenn voru á skýrslu hjá ÍBV í kvöld.

Markaskorun Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Helga Lúðvík Hallgrímsdóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.

Markaskorun ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 12, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 8, Ásdís Halla Hjarðar 6, Birna María Unnarsdóttir 4, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Britney Cots 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1. 

Í seinni leik kvöldsins mættust Selfoss og Afturelding en líkt og ÍBV og Víkingur þá leika sitthvort liðið í Olís og Grill66-deildinni. 

Í Selfoss liðið var mætt Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir en Handkastið greindi frá því fyrr í dag að félagið væri að kaupa leikmanninn frá Fjölni.

Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Selfossi en mest hafði Selfoss náð fjögurra marka forskoti. Í seinni hálfleik varð munurinn meiri og meiri með hverri mínútunni sem spiluð var og vann Selfoss að lokum ellefu marka sigur 35-24.

Markaskorun Selfoss: Mia Kristin Syverud 8, Eva Lind Tyrfingsdóttir 6, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 4, Sylvía Bjarnadóttir 4, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Inga Sol Björnsdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1

Markaskorun Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 3,  Ísabella Sól Huginsdóttir 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 1.

Á morgun heldur Ragnarsmótið áfram þegar karlarnir stíga aftur fram á parketið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top