Bjarni í Selvindi ((Baldur Þorgilsson)
Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, Valur og Fram mættust í æfingaleik í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Um var að ræða síðasta æfingaleik Vals fyrir tímabilið en Valur mætir Stjörnunni í opnunarleik Olís-deildarinnar miðvikudaginn 3.september. Í millitíðinni skellir liðið sér til Tenerife í æfingaferð. Hjá Fram var þetta síðasti æfingaleikur liðsins áður en það tekur á móti Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ en sá leikur fer fram í Úlfarsárdalnum á fimmtudagskvöldið klukkan 19:00 og verður sýndur í Handboltapassanum. Eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 14-14 þá voru það heimamenn í Val sem unnu leikinn með fjórum mörkum 30-26. Hinn ungi og bráðefnilegi, Gunnar Róbertsson heldur uppteknum hætti á undirbúningstímabilinu og var markahæstur Valsara með sex mörk í leiknum. Fram spilaði í æfingafatnaði í leiknum og fylgir tölfræði yfir markaskorun þeirra ekki þessari frétt. Markaskorun Vals: Gunnar Róbertsson 5 Varin skot:
Andri Finnsson 4
Viktor Sigurðsson 4
Þorvaldur Örn Þorvaldsson 4
Agnar Smári Jónsson 3
Daníel Örn Guðmundsson 3
Kristófer Máni Jónasson 3
Bjarni í Selvindi 2
Þorgils Jón Svölu Baldursson 2
Björgvin Páll Gústavsson 15
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.