Heillaði ekki í Olís í fyrra en er mættur í frönsku úrvalsdeildina
Baldur Þorgilsson)

Miodrag (Baldur Þorgilsson)

Línumaðurinn Miodrag Corsovic sem gekk í raðir Vals síðasta sumar og lék með félaginu fyrri hluta síðasta tímabils er genginn í raðir Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta tilkynnti franska félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Miodrag eða Mio eins og hann var kallaður hérlendis kemur frá Svartfjallalandi en samdi við serbneska liðið RK Partizan Belgrad í janúar á þessu ári en Valsarar voru tilbúnir að losa sig við hann eftir að heimamaðurinn, Þorgils Jón Svölu Baldursson kom aftur heim eftir veru sína hjá Karlskrona í Svíþjóð.

Hjá RK Partizan varð Mio serbneskur meistari en þetta var fyrsti meistaratitillinn Partizan frá tímabilinu 2011/2012 en Vojvodina höfðu unnið serbnesku deildina ellefu skipti í röð. Mio heillaði ekki marga hér á landi fyrir frammistöðu sína með Val sem á endanum lauk með vistaskiptum hans til Partizan um mitt tímabil.

Lið Dijon eru nýliðar í frönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið 1. deildina á síðustu leiktíð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top