Þrír leikmenn á leið í Fjölni
(Þorgils Garðar Gunnþórsson)

Guðmundur Rúnar Guðmundsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)

Karlalið Fjölnis er að fá þrjá nýja leikmenn til liðs við sig. Þetta staðfesti Guðmundur Rúnar Guðmundsson þjálfari liðsins í samtali við Handkastið.

Þetta eru þeir Dagur Logi Sigurðsson frá Stjörnunni og þeir Ólafur Malmquist og Hilmir Kristjánsson sem koma frá Þór Akureyri en báðir léku þeir með Þórsliðinu í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð.

Dagur og Ólafur hafa báðir áður leikið með Fjölni og snúa því aftur í Grafarvoginn.

Dagur er útispilari, Ólafur er línumaður og Hilmir er örvhentur hornamaður.

Fjölnis menn hefja leik í Grill-66 deildinni þann 6. september er þeir fá Selfoss 2 í heimsókn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top