Á von á því að Stjarnan vinni í kvöld
(Kristinn Steinn Traustason)

Fram og Stjarnan mætast í kvöld. ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ karla í kvöld í Úlfarsárdalnum en leikurinn hefst klukkan 19:00. Í nýjasta þætti Handkastsins var aðeins snert á þeim leik og spáð í spilin fyrir svokallaðan opnunarleik tímabilsins.

Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér.

,,Maður hefur lítið séð og heyrt af Frömurum í sumar. Ég held að Stjarnan sé komið aðeins lengra og á leið í forkeppni Evrópudeildarinnar í næstu viku. Þeir hafa spilað fleiri leiki og ættu að vera komnir örlítið lengra í sínum undirbúningi," sagði Einar Ingi Hrafnsson sem var gestur þáttarins.

,,Ég á frekar von á því að Stjarnan vinni leikinn (í kvöld). Fram eiga eitthvað í land til að ná því leveli sem þeir voru á, í fyrra. Það mun koma hægt og rólega og þeir verða líklega alltaf sterkari og sterkari," bætti Einar Ingi við.

Framarar hafa misst lykilmenn erlendis í atvinnumennsku í sumar og þá ríkir óvissa með þátttöku fyrirliða liðsins, Magnúsar Öders Einarssonar sem er samningslaus.

,,Það hafa verið mikið um skakkaföll hjá Frömurum í sumar og Dánjal Ragnarsson heillaði mig ekki hjá ÍBV þegar hann var þar. Það er spurning hvað hann hefur gert á þessum tveimur árum í Færeyjum," sagði Davíð Már Kristinsson sem er spenntur fyrir því að sjá endurkomu Torfa Geirs Halldórssonar í handboltann aftur en Torfi Geir hætti í handbolta eftir 4.flokk en er kominn aftur.

,,Það verður síðan gaman að sjá ungan strák hjá Fram, Torfa Geir Halldórsson sem er mættur aftur í handbolta. Þetta var einn allra efnilegasti leikmaður landsins fyrir fimm árum."

Leikur Fram og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og fer fram í Lambhagahöllinni.

Ef við gerumst svo djarfir að skoða þá Cool stuðla sem í boði eru fyrir leikinn þá má gera ráð fyrir jöfnum leik því bæði lið eru með 2.10 í stuðul fyrir sigur en stuðullinn fyrir jafntefli er 8.50.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top