Danskur landsliðsmaður leggur skóna á hilluna næsta sumar
Franck FIFE / AFP)

Henrik Toft Hansen (Franck FIFE / AFP)

Henrik Toft Hansen, leikmaður danska landsliðsins hefur ákveðið að ljúka ferli sínum næsta sumar. Segir Henrik Toft ástæðuna vera sú að hann vilji eiga meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Daninn sem er 38 ára gamall línumaður hefur unnið Ólympíugull, HM- og EM-gull með danska landsliðinu á ferlinum. Hann leikur nú með Mors-Thy en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

„Líkami minn hefur lengi gefið til kynna að það sé erfitt að standa sig á þeim vettvangi sem ég vil. Á sama tíma varð ég nýlega faðir þriðja barnsins míns og það hefur einnig haft mikil áhrif á ákvörðunina,“ sagði Henrik Toft Hansen við TV 2 Sport.

Hann á 148 landsleiki og hefur skorað 254 mörk fyrir Danmörku. Á Ólympíuleikununum 2016 vann hann til gullverðlauna með bróður sínum, René Toft Hansen.

Hjá félagsliðum hefur Toft Hansen spilað fyrir nokkur af stærstu félögum Evrópu þar á meðal Flensburg-Handewitt og Paris Saint-Germain og hefur unnið bæði franska og þýska meistaratitilinn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top