Bolti Handbolti ((Kristinn Steinn Traustason)
Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag. Í dag, 21. ágúst ætlum við að skella okkur aftur til ársins 2015 er Fréttablaðið fjallaði um sigur Íslands gegn Spáni á HM U19 karla í leik um bronsið. ,,Íslenska nítján ára landsliðið vann brons á HM í Rússlandi sem lauk í gær." ,,Þetta er fjórða íslenska unglinga- eða piltalandslið Íslands í handbolta sem vinnur til verðlauna á stórmótum. Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið mótsins,” skrifar Kristinn Páll blaðamaður Fréttablaðsins. ,,Óðinn Þór Ríkharðsson lék stórt hlutverk í liðinu í ár en hann var einn íslenskra leikmanan valinn í úrvalslið mótsins. Óðinn varð næst markahæstur á mótinu þrátt fyrir að hafa aðeins tekið fjögur vítaskot," skrifar Kristinn enn frekar. Hér að neðan má sjá samantekt Fréttablaðsins yfir þau landslið sem höfðu unnið til verðlauna á stórmóti í handbolta árið 2015. Hægt er að lesa greinina um sigur Íslands á Spáni á HM í Rússlandi hér.Alla dreymir um landsliðið
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.