wSelfossSelfoss ((Sigurður Ástgeirsson)
Önnur umferð Ragnarsmótsins hjá konunum fór fram í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins áttust við ÍBV og Afturelding. Afturelding hóf leikinn betur og komst meðal annars í 2-0. Eyjastelpur tóku þá yfirhöndina og höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 10-8. ÍBV konur skoruðu sex fyrstu mörkin í síðari hálfleik og forskotið orðið 8 mörk, 16-8. Leiknum lauk síðan með 11 marka sigri ÍBV, 26-15. Varin skot: Karolina Anna Olszowa 11 skot, Tara Sól Úranusdóttir 3 skot Markaskor Aftureldingar: Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1 og Drífa Garðardóttir. Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdótir 11 skot og Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2 skot. Síðari leikur kvöldsins var mun jafnari en sá fyrri. Þá mættust Selfyssingar og Víkingar. Víkingskonur voru með frumkvæðið nær allan fyrri hálfleik en Selfyssingar jöfnuðu fyrir hlé, 14-14 í hálfleik. Selfyssingar voru sterkara liðið í síðari hálfleik og unnu að lokum tveggja marka sigur, 30-28. Markaskor Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 7, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 4, Eva Lind Tyrfingsdóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Mia Kristin Syverud 3, Sylvía Bjarnadóttir 2, Adela Dís Axelsdóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1 og Hulda Hrönn Bragadóttir 1. Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 9 skot og Sara Xiao Reykdal 3 skot Markaskor Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Hildur Guðjónsdóttir 6, Valgerður Elín Snorradóttir 6, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1 og Sunna Katrín Hreinsdóttir 1. Varin skot. Þyri Erla L. Sigurðardóttir 11 skot
Markaskor ÍBV: Ásta Björt Júlíusdóttir 12, Birna Dís Sigurðardóttir 4, Lilja Kristín Svansdóttir 2, Britney Cots 2, Birna Dögg Egilsdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1 og Klara Káradóttir 1.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.