Tímabilið á Íslandi fer af stað í kvöld
(Kristinn Steinn Traustason)

FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)

Tímabilið í íslenska handboltanum hefst formlega í kvöld í Úlfarsárdalnum þegar Íslands- og bikarmeistarar Fram taka á móti silfurliði Powerade-bikarsins frá síðustu leiktíð, Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu í Handboltapassanum.

Einhverjar breytingar hafa orðið á báðum liðum í sumar. Framarar hafa misst mikilvæga leikmenn í atvinnumennsku á meðan minni spámenn hjá Stjörnunni hafa farið í Grill66-deildina eða lagt handbolta skóna á hilluna í bili í það minnsta.

Bæði lið hafa sótt leikmenn út fyrir landsteinana á láni. Dánjal Ragnarsson hefur gengið í raðir Fram á láni frá Neistanum í Færeyjum og þá hefur Rea Barnabas gengið í raðir Stjörnunnar frá Pick Szeged í Ungverjalandi á láni.

Ef við gerumst svo djarfir að skoða þá Cool stuðla sem í boði eru fyrir leikinn þá má gera ráð fyrir jöfnum leik því bæði lið eru með 2.10 í stuðul fyrir sigur en stuðullinn fyrir jafntefli er 8.50.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top