Aukið svigrúm í leikjaniðurröðun Grill 66 deilda
(Eyjólfur Garðarsson)

Antoine leikur í Grill66-deildinni á næstu leiktíð. ((Eyjólfur Garðarsson)

HSÍ gaf út tilkynningu á heimasíðu sinni í dag þar sem kemur fram að á fundi sem haldinn var í hádeginu með félögum sem tefla fram liðum í Grill 66 deild karla og kvenna tímabilið 2025-2026 var ákveðið að auka svigrúm félaga til að hliðra til leikjum.

Fundurinn kom til vegna óska félaga vegna fastra leikdaga í Grill 66 deildum karla og kvenna.

,,Mótanefnd hefur gefið félögum í Grill 66 deildum aukið svigrúm til að hliðra til leikjum.  Hinsvegar má ekki færa leiki á laugadaga vegna fjölda leikja sem fyrir eru þar sem að Olísdeild kvenna er með fasta leikdaga. Félög geta fært leiki sína þrjá daga til eða frá upprunarlegum leikdegi," segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að mótanefnd og skrifstofa HSÍ hafa búið til yfirlitskjal yfir öllum leikjum vetrarins til að komast hjá skörunum sem þessar færslur gætu haft í för með sér. Á það að koma í veg fyrir ágreininga varðandi staðfesta leikdaga í vetur. 

Grill66-deild karla og kvenna á að hefjast sunnudaginn 7. september.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top