Enginn eftirlitsmaður var í Úlfarsárdalnum í gær
Sævar Jónasson)

Árni Snær dómari (Sævar Jónasson)

Handboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöldi þegar Íslands- og bikarmeistarar Fram tóku á móti silfurliði Stjörnunnar í Powerade-bikarnum frá síðustu leiktíð í Meistarakeppni HSÍ.

Um hörkuleik var um að ræða í Úlfarsárdalnum sem lauk með eins marks sigri Stjörnunnar 28-27.

Athygli vakti að enginn eftirlitsmaður var á leiknum en það hefur tíðkast síðustu ár að í það minnsta einn eftirlitsmaður sé á hverjum leik í Olís-deildum karla og kvenna.

Einar Jónsson þjálfari Fram vakti athygli á þessu og lýsti undrun sinni á því að enginn eftirlitsmaður HSÍ hafi verið á svæðinu. Hann velti því fyrir sér hvort þetta væri það sem koma skyldi.

„Mér fannst umgjörðin hjá HSÍ í þessum leik frábær og eftirlitsdómarinn var sérstaklega flottur,“ sagði Einar greinilega með kaldhæðnina í fyrirrúmi.

Reynir Stefánsson er nýr formaður dómaranefndar en hann tók við af Ólafi Erni Haraldssyni fyrr í sumar.

Lesa má viðtalið við Einar frá því í gær hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top