Grótta hafði betur gegn Fjölni hjá báðum kynjum
Eyjólfur Garðarsson)

Ída Margrét Stefánsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Karla og kvennalið Gróttu og Fjölnis mættust í tveimur æfingaleikjum í vikunni. Kvennaliðin mættust á miðvikudagskvöld og í gærkvöldi mættust karlalið félaganna. Öll liðin eiga það sameiginlegt að leika í Grill66-deildunum á komandi tímabilum.

Grótta hafði betur í báðunum æfingaleikjunum gegn Fjölni. Kvennalið Gróttu vann fimm marka sigur 31-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik 19-13.

Markaskorun Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín Scheving 7, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 6, Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Guðrún Þorláksdóttir 2, Katrín Arna Viggósdóttir 2, Edda Steingrímsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Kristín Scheving 1.

Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 12, Anna Karólína Ingadóttir 2.

Kvennalið Gróttu er komið til Tenerife þar sem liðið verður við æfingar næstu daga.

Karlalið Gróttu vann tíu marka sigur í sínum æfingaleik gegn Fjölni, 33-23 eftir að staðan hafi verið 17-10 í hálfleik. Janfræði var með liðunum í byrjun leiks en síðan jók Grótta forskotið hægt og bítandi.

Markaskorun Gróttu: Sæþór Atlason 7, Tómas Bragi Starrason 6, Kári Kvaran 6, Gunnar Hrafn Pálsson 4, Gísli Örn Alfreðsson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Kári Benediktsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Alex Kári Þórhallsson 1.

Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 15, Þórður Magnús Árnason 1.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top