Hanna Karen leikur einungis fyrstu leiki ÍR
(Sigurður Ástgeirsson)

Úr leik ÍR í fyrra. ((Sigurður Ástgeirsson)

Vinstri hornamaður kvennaliðs ÍR, Hanna Karen Ólafsdóttir leikur einungis fyrstu leiki tímabilsins með liðinu áður en hún heldur til Kýpur í tannlæknanám.

Þetta staðfesti Grétar Áki Andersen þjálfari ÍR í samtali við Handkastið. Sagði Grétar að Hanna Karen myndi flytja að landi brott um mánaðarmótin september - október.

Það má því gera ráð fyrir því að Hann Karen gæti leikið fyrstu þrjá leiki liðsins í Olís-deildinni gegn Haukum, Stjörnunni og Val áður en hún fer til Kýpur.

Hanna Karen hefur verið lykilmaður í liði ÍR undanfarin ár og lék alla 27 leiki liðsins á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 38 mörk.

Hanna Karen sem er uppalin í Fylki lék einnig með yngri flokkum Vals áður en hún gekk í raðir ÍR. Þá á hún einnig yngri landsleiki með Íslandi að baki.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top