Úr leik ÍR í fyrra. ((Sigurður Ástgeirsson)
Vinstri hornamaður kvennaliðs ÍR, Hanna Karen Ólafsdóttir leikur einungis fyrstu leiki tímabilsins með liðinu áður en hún heldur til Kýpur í tannlæknanám. Þetta staðfesti Grétar Áki Andersen þjálfari ÍR í samtali við Handkastið. Sagði Grétar að Hanna Karen myndi flytja að landi brott um mánaðarmótin september - október. Það má því gera ráð fyrir því að Hann Karen gæti leikið fyrstu þrjá leiki liðsins í Olís-deildinni gegn Haukum, Stjörnunni og Val áður en hún fer til Kýpur. Hanna Karen hefur verið lykilmaður í liði ÍR undanfarin ár og lék alla 27 leiki liðsins á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 38 mörk. Hanna Karen sem er uppalin í Fylki lék einnig með yngri flokkum Vals áður en hún gekk í raðir ÍR. Þá á hún einnig yngri landsleiki með Íslandi að baki.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.