Höddi Magg stýrir Handboltakvöldi á Símanum
Raggi Óla)

Ingvar Örn Ákason stýrði Handboltakvöldi á síðustu leiktíð. (Raggi Óla)

Það styttist óðfluga í að nýtt handboltatímabil hefjist hér heima og flautað verði til leiks í Olís-deildum karla og kvenna. Mikil eftirvænting ríkir fyrir tímabilinu en spekingar um deildirnar gera ráð fyrir mikilli baráttu á öllum vígstöðvum.

HSÍ sem hefur séð um sjónvarpsrétt Olís-deildanna síðustu tveggja tímabila ætla samkvæmt heimildum Handkastsins að vera með uppgjörsþætti sem sýndir verða í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Um nýjung er að ræða frá því að HSÍ tók við sjónvarpsréttinum en á síðustu leiktíð var spjallþáttur í Handboltapassanum sem var undir stjórn Ingvars Arnar Ákasonar.

Samkvæmt heimildum Handkastsins mun íþróttafréttamaðurinn og fyrrum knattspyrnu goðsögnin, Hörður Magnússon stýra uppgjörsþættinum um Olís-deildirnar. Hörður var stjórnandi uppgjörsþátta um enska boltann í Sjónvarpi Símans á síðustu leiktíð.

Verður það að teljast hvalreki fyrir HSÍ ef af verður að fá eins reynslu mikinn sjónvarpsmann eins og Hörður Magnússon er til að leiða umfjöllun um Þjóðaríþróttina í opinni dagskrá allra landsmanna.

Áfram verður einn leikur í Olís-deild karla í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans og sama á við um leik í Olís-deild kvenna.

Eins áður segir, er einungis um orðróm að ræða en það hlýtur að skýrast á næstu dögum hvort af þessu verður.

Olís-deild karla verður flautuð af stað miðvikudagskvöldið 3.september en Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top