Leonharð Þorgeir Harðarson (Raggi Óla)
Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH verður ekki með deildarmeisturum FH í upphafi tímabils. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Lenny eins og hann er kallaður, gekkst undir aðgerð í vikunni þar sem hann fór í speglun á hné. Leonharð varð fyrir meiðslum á æfingu með FH í upphafi mánaðarins sem voru talin svo alvarleg að hún þurfti að fara í inngrip. Í samtali við Handkastið gerir Leonharð ráð fyrir því að vera frá keppni í allt að tvo mánuði. FH tilkynntu komu Birki Benediktssonar til sín í upphafi mánaðarins og það mun mæða mikið á honum í upphafi tímabils á meðan að Leonharð verður í endurhæfingunni eftir aðgerðina. FH tekur á móti Íslands- og bikarmeistururum Fram í 1.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 19:00.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.