Aron Pálmarsson FH (Sævar Jónsson)
Það vakti athygli að örvhenti hornamaðurinn, Halldór Ingi Jónasson sem leikið hefur með Víkingi undanfarin ár og þar á undan með Haukum var í leikmannahópi FH í Hafnarfjarðarmótinu á miðvikudagskvöldið. Halldór Ingi sem er uppalinn í FH gekk í raðir Hauka sumarið 2017 en gekk í raðir Víkings sumarið 2022 og hefur leikið með þeim síðustu þrjú tímabilið. Samkvæmt heimildum Handkastsins gerði Halldór Ingi ráð fyrir að spila ekki í vetur en samningur hans við Víkings rann út í sumar. Nú virðist hinsvegar Halldór Ingi vera tilbúin að hjálpa til í Kaplakrikanum en Leonharð Þorgeir Harðarson glímir við meiðsli og verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í speglun á hné.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.