Afturelding missir leikmann í barneignir
(Afturelding)

Áróra Eir Pálsdóttir ((Afturelding)

Línumaðurinn, Áróra Eir Pálsdóttir sem gekk í raðir Aftureldingu fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu í Grill66-deildinni verður ekki með liðinu á komandi tímabili. Hún tilkynnti að hún gengi með barn á Instagram síðu sinni á dögunum.

Áróra gekk í raðir Aftureldingu eftir veru sína hjá Víkingi og lék með uppeldisfélagi sínu á síðustu leiktíð er liðið tapaði gegn Stjörnunni í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni.

Áróra hefur einnig spilað í Slóvakíu og fyrir Hauka en hún er gríðarlega öflugur varnarmaður, það verður því erfitt fyrir lið Aftureldingar að fylla skarð Áróru.

Handkastið óskar Áróru til hamingju.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top