Dagur Arnars og Sandra best á Ragnarsmótinu
(Eyjólfur Garðarsson)

Petar var besti markvörðurinn. ((Eyjólfur Garðarsson)

Ragnarsmótinu lauk í dag með síðustu leikjunum í karla og kvennaflokki. Það fór svo að ÍBV og HK enduðu jöfn í karlaflokki en HK vann mótið á betri markatölu. Hjá stelpunum var það ÍBV sem vann með fullt hús stiga.

Þetta er annað æfingamótið í röð sem kvennalið ÍBV vinnur á undirbúningstímabilinu en liðið vann KG Sendibílamótið á Akureyri um síðustu helgi.

Eftir mótið voru einstaklingsverðlaun veitt fyrir frammistöðuna í mótinu.

Ragnarsmót karla 2025:

Besti sóknarmaður: Hákon Garri Gestsson (Selfoss)
Besti markmaður: Petar Jokanovic (ÍBV)
Besti varnarmaður Ísak Rafnsson (ÍBV)
Besti leikmaður: Dagur Arnarsson (ÍBV)
Markahæstur: Haukur Ingi Hauksson - 25 mörk (HK)

Ragnarsmót kvenna 2025:

Besti sóknarmaður : Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV)
Besti varnarmaður : Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir (Selfoss)
Besti Markmaður : Amalie Fröland (ÍBV)
Besti leikmaður : Sandra Erlingsdóttir (ÍBV)
Markahæst: Katrín Helga Davíðsdóttir - 22 mörk (Afturelding)


Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top