Jón Bjarni Ólafsson (Raggi Óla)
Þriggja liða Hafnarfjarðarmóti lauk í dag þegar FH og Þór frá Akureyri mættust í lokaleik mótsins. Haukar unnu fimmtán marka sigur á Þór í gærkvöldi og tryggðu sér þar með sigurinn á mótinu en Haukar unnu FH fyrr í vikunni með þremur mörkum. Það var allt annað upp á teningnum hjá Þórsliðinu í dag frá leiknum í gær þar sem Haukar fóru illa með þá. Þórsrar byrjuðu töluvert betur í leiknum í dag og komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik 10-6. Staðan var hinsvegar jöfn í hálfleik 15-15. FH-ingar reyndust hinsvegar sterkari aðilinn í seinni hálfleik og unnu að lokum þriggja marka sigur 27-24 þar sem Jón Bjarni Ólafsson var markahæstur FH-inga með sjö mörk en Oddur Grétarsson var markahæsti leikmaður leiksins með átta mörk. Markaskorun Þórs: Oddur Grétarsson 8, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Sigurður Ringsted Sigurðsson 3, Arnviður Bragi Pálmason 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 1. Markaskorun FH: Jón Bjarni Ólafsson 7, Símon Michael Guðjónsson 5, Garðar Ingi Sindrason 4, Þórir Ingi Þorsteinsson 4, Bjarki Jóhannsson 2, Ómar Darri Sigurgeirsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Birkir Benediktsson 1.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.