Atli Kristinsson (Aðsend)
Atli Kristinsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs Selfoss var tekinn inn í heiðurshöll Selfoss en þetta var tilkynnt á upphitunarkvöldi Selfyssinga fyrir komandi tímabil sem haldið var á Sviðinu á Selfossi í gærkvöldi. Samkvæmt því sem Handkastið kemst næst er Atli sjötti maðurinn sem tekinn er í heiðurshöll Selfoss en þangað komast einungis þeir leikmenn sem hafa leikið í tíu ár eða meira með félaginu. Atli Kristinsson lék með Selfossi frá árunum 2002-2016 en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár. Atli lék 221 leik fyrir Selfoss og skoraði í þeim leikjum 885 mörk. Ásamt Atla eru í heiðurshöllinni þeir Ramunas Mikalonis, Hörður Bjarnarson, Sebastian Alexandersson, Ómar Vignir Helgason og Gylfi Már Ágústsson. Að minnsta kosti miðað við þær upplýsingar sem Handkastið hefur getað leitað uppi með hjálp Google.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.