Elín Rósa í leiknum í gær. (Frank Hoermann / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Leikur Blomberg-Lippe og Thüringer HC í meistarakeppni kvenna í Þýskalandi sem fram fór í gær fer í sögubækurnar. Ekki fyrir það að þrjár íslenskar stelpur léku þar með sama liðinu í Þýskalandi heldur vegna áhorfendafjölda leiksins. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á handboltaleik kvenna í Þýskalandi heldur en í leiknum í gær sem fram fór í Munchen. Alls mættu 10.298 áhorfendur á leikinn sem Thüringer HC unnu með einu marki 31-30. Með Blomberg-Lippe leika íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir en Elín Rósa er á sínu fyrsta ári með félaginu eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Evrópubikarmeisturum Vals í sumar. Þýska úrvalsdeildin hefst 29. ágúst næstkomandi.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.