Rekin frá Viborg en hefur fundið sér nýtt lið
Larvik)

Christina Pedersen (Larvik)

Það voru sennilega ekki margir lesendur Handkastsins sem höfðu heyrt nafn Christinu Pedersen oft áður en allt varð vitlaust í herbúðum kvennaliðs Viborgar í Danmörku með þeim afleiðingum að Christina Pedersen var meinaður aðgangur á æfingum hjá liðinu.

Sem endaði síðan á þann veg að Christina var leyst undan samningi hjá félaginu þrátt fyrir að hafa framlengt samningi sínum við danska félagið fyrr á þessu ári og var markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Nú hefur Christina Pedersen fundið sér nýtt félag en hún hefur samið við norska félagið Larvik. Larvik er eitt af topp liðum norsku úrvalsdeildarinnar en liðið endaði í 3.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hún gerir tveggja ára samning við félagið.

„Ég er mjög spennt. Þetta verður bæði spennandi og svolítið ógnvekjandi. Þetta hefur liðið hratt og ég er svolítið stressuð,“ viðurkennir hún.

„Ég hef aldrei verið svona langt frá fjölskyldunni áður. En þau hafa lofað að koma oft og ég hlakka til þess. Larvik er stórt félag og ég hlakka til að sjá hvað ég get lagt af mörkum,“ segir Pedersen í fréttatilkynningu frá Larvik HK.

Christina hefur verið viðloðandi danska landsliðið án þess þó að hafa spilað á stórmóti. Henni dreymir um að spila fyrir danska landsliðið.

„Fyrir mig hefur það alltaf snúist um gleðina við að spila handbolta og dafna þar sem ég er. Á sama tíma vil ég sýna mig á alþjóðavettvangi, segir nýjasti leikmaður Larvik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top