Sólveig Lára íhugar að spila með ÍR í vetur
Egill Bjarni Friðiónsson)

Sólveig Lára Kjærnested (Egill Bjarni Friðiónsson)

Handkastið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Sólveig Lára Kjærnested gæti mögulega verið að taka fram skóna en nú hætti sem þjálfari ÍR eftir síðasta tímabil. Sólveig Lára lagði skóna á hilluna sumarið 2021 eftir 20 ára meistaraflokksferil.

Það vakti athygli Handkastsins að sjá að Sólveig Lára lék með liði ÍR í æfingaleik gegn FH í Skógarselinu fyrr í ágúst mánuði en ÍR vann leikinn 35-27.

Handkastið sló á þráðinn og heyrði í Sólveigu Láru og spurði hana út í endurkomuna á völlinn í æfingaleiknum gegn FH.

,,Ég er búin að vera að æfa fyrst og fremst bara til gamans. Ég var í sumarfríi og það er mun skemmtilegra að mæta að lyfta með stelpunum, leika sér í bolta og losa aðeins um keppnisskapið frekar en að fara í ræktina," sagði Sólveig Lára aðspurð út í aðdragandann að því að hún hafi leikið æfingaleikinn gegn FH.

,,Varðandi framhaldið þá er stefnan ekki sérstaklega sett á að spila en ég ætla samt ekki að útiloka neitt. Þær eru í smá meiðslavandræðum í upphafi tímabils og mögulega hjálpa ég eitthvað til ef á þarf að halda og einhver not eru fyrir mig. Eins og er fer þetta bara eftir fíling, hvernig mér líður og hvort ég nenni þessu eftir að rútínan fer í gang á heimilinu," sagði Sólveig sem er semsagt að íhuga að leika með uppeldisfélaginu í upphafi Olís-deildarinnar í september?

,,Stutta svarið er semsagt kannski," sagði Sólveig Lára að lokum en það yrði nú saga til næsta bæjar ef Sólveig Lára tæki fram skóna og myndi ljúka ferlinum þar sem hann hófst með uppeldisfélaginu ÍR.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top