Er Rasimas á leið frá Haukum?
(PETER LAZAR / AFP)

Vilius Rasimas ((PETER LAZAR / AFP)

Í nýjasta þætti Handkastsins var framtíð Vilius Rasimas markmanns Hauka rædd en samkvæmt heimildum Kristins Björgúlfssonar eins af gestum Handkastsins er Vilius Rasimas á leið frá Haukum.

Vilius gekk í raðir Hauka fyrir síðustu leiktíð frá Selfossi en hann gekkst undir aðgerð fyrr í sumar og er enn í endurhæfingu eftir þá aðgerð. Hann hefur því ekkert æft né leikið með Haukum á undirbúningstímabilinu.

Kristinn Björgúlfsson fór á leik Hauka og Þórs í Hafnarfjarðarmótinu á föstudagskvöldið og þar segist hann hafa tekið eftir því að Rasimas var hvergi sjáanlegur.

,,Sagan segir að Rasimas sé á leið frá Haukum og að hann sé á leið heim til Litháen," sagði Kristinn og hélt áfram:

,,Hann er meiddur og það er spurning hvort hann sé búinn eða hvort hann komist í gang. Ég velti fyrir mér hvort það sé samkomulag um að hann fari," sagði Kristinn.

Ari Dignus og Magús Gunnar Karlsson hafa staðið vaktina í marki Hauka á undirbúningstímabilinu en Aron Rafn Eðvarðsson lagði skóna á hilluna í sumar eftir farsælan feril hér heima og erlendis.

,,Ég hafði heyrt að Aron Rafn væri líklegur til að taka fram skóna á meðan Rasimas væri meiddur," bætti Styrmir við.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top