Segir málið skaða orðspor félagsins

- (

Danski handboltasérfræðingurinn, Lars Rasmussen er hneykslaður yfir því hvernig mál Christinu Pedersen fyrrum leikmanns Viborgar í Danmörku var unnið.

Viborg HK hefur verið eitt sigursælasta félag í dönskum og evrópskum handbolta í áratugi. Félagið hefur unnið Meistaradeildina, unnið nokkra danska meistaratitla.

En undanfarnar vikur hefur Viborg HK verið miðpunktur mikillar gagnrýni. Ástæðan er hvernig félagið hefur meðhöndlað málið í kringum Christinu Pedersen, sem lenti í átökum innan leikmannahóps Viborgar sem endaði á þann veg að samningi hennar var rift við félagið eftir að henni hafi verið meinaður aðgangur á æfingum félagsins í fleiri fleiri daga og vikur.

,,Ferlið hefur einkennst af óljósum skilaboðum, innri ágreiningi og samskiptum sem, að sögn gagnrýnenda, hafa verið allt annað en vel ígrunduð," segir í frétt Europamester.dk.

,,Ég er einfaldlega hneykslaður að sjá hvernig Viborg HK hefur meðhöndlað málið með Christinu Pedersen. Það er ljótt að horfa upp á þetta og maður fær sting í hjartað," segir Lars Rasmussen við Europamester.dk.

Fyrir Lars Rasmussen er enginn vafi á því að meðferð málsins skaðar orðspor Viborg HK.

,,Viborg hefur alltaf staðið fyrir fagmennsku og stolti. Þess vegna er þetta svo sárt að sjá. Það hefur áhrif á ímynd félagsins og skapar óróa, sem að lokum hefur einnig áhrif á leikmennina og árangurinn á vellinum."

,,Þetta særir hjartað, ekki bara mig, heldur alla sem elska handbolta. Þegar leikmaður og þjálfari eins og Christina, sem hefur gefið íþróttinni svo mikið, situr uppi sem tapari í ljótri stöðu, hefur það áhrif á alla íþróttina. Ég vona innilega að Viborg komi sterkari út úr þessu og að Christina Pedersen finni nýtt félag til að spila fyrir því danskur handbolti þarfnast sterks liðs eins og Viborg HK," sagði Lars að lokum.

Sjá einnig:

Leikmanni Viborgar meinað að mæta á æfingar

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top