Snýr aftur eftir fjarveru!
HK handbolti)

Jóhann Birgir (HK handbolti)

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn með HK í Olís deildinni í vetur. Jóhann Birgir er fæddur 1994 og er uppalinn í FH, Síðastliðin tvö ár hefur hann verið að leika með ÍH í 2.deildinni en hefur ekki leikið marga leiki með þeim.

,,Eftir fjarveru frá Olísdeildinni er hann mættur aftur á sviðið og kemur inn með mikla reynslu og gæði sem styrkja hópinn bæði varnar og sóknarlega" kemur fram í tilkynningu á facebook síðu félagsins.

,,Jóhann Birgir hefur margsinnis sýnt hversu öflugur leikmaður hann er og við erum sannfærð um að hann verði gríðarlega sterkur liðsauki fyrir HK á komandi tímabili!" kemur fram í tilkynningu félagsins.

Ljóst er að þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir HK þar sem Jóhann Birgir er reynslu mikill á efsta stigi í Olís deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top