Renars Uscins (Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / via AFP)
Fyrsti leikur þýsku úrvalsdeildarinnar fór af stað í dag þegar að Hannover tók á móti Guðjóni Val og lærisveinum í Gummersbach. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og skiptust lið á að vera með forystuna en staðan í hálfleik var 11-15 Gummersbach í vil. Gummersbach byrjuðu betur í seinni hálfleik en Hannover klóruðu í bakkann og voru á tímapunkti búnir að minnka muninn í 2 mörk. Gummersbach gáfu í undir lokinn og sigldu þægilegum útisigri í höfn 26-29. Renars Uscins var atkvæðamesti leikmaður vallarins fyrir Hannover með 8 mörk og þrjár stoðsendingar. Í liði Gummersbach var Kay Smits atkvæðamestur með 6 mörk og 4 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og Elliði Snær Viðarsson þrjú fyrir Gummersbach.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.