Bræður berjast hjá Val
(Baldur Þorgilsson)

Daníel Örn Guðmundsson ((Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi Þórðarson hélt í atvinnumennsku eftir frábært tímabil hjá Val á síðustu leiktíð. Monsi eins og hann er oftast kallaður mun leika með HC Alkaloid í Norður Makedónínu næsta vetur.

Þetta mun því skapa pláss fyrir nýja leikmenn í vinsta horninu hjá Val á næstu leiktíð. Andri Finnsson sem er að upplagi línumaður hafði verið að leysa Monsa af í horninu.

Valsmenn hafa verið þekktir fyrir að búa til frábæra handboltamenn undanfarin ár og það verður því að teljast líklegt að bræðrum verði treyst fyrir vinstri hornastöðunni hjá Val á næsta tímabili.

Daníel Örn Guðmundsson sem hefur verið hluti af 2004 landsliðinu er líklegur kandídat í að leysa hornið af. Daníel hefur verið í kringum meistraraflokkshóp og var einmitt á skýrslu í öllum leikjum liðsins á síðasta tímabili.

Yngri bróðir hans Kári Steinn Guðmundsson er einnig mikið efni, fæddur árið 2008 og hefur verið í yngri landsliðum Íslands.

Báðir gera þeir tilkall í vinstra hornið hjá Val í vetur og verður gaman að fylgjast með þeim bræðrum berjast um stöðuna hjá nýráðum þjálfara Vals, Ágústi Jóhannssyni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top