Frá leik Íslands á EM 2024. (Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins verður Óskar Bjarni Óskarsson næsti aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands og tekur því við af Ágústi Jóhannssyni sem hætti sem aðstoðarþjálfari liðsins í sumar. Framundan er æfingaleikur gegn Dammörku laugardaginn 20. september, leikir í undankeppni fyrir EM 2026 og síðan HM hjá stelpunum okkar sem fer fram í Hollandi og Þýskalandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki enn boðað landsliðshóp sinn fyrir verkefnið sem framundan er um miðjan september. Gera má ráð fyrir því að Óskar Bjarni Óskarsson verði kynntur aðstoðarlandsliðsþjálfari á sama tíma. Undanfarin ár hefur Óskar Bjarni verið í þjálfarateymi karla landsliðsins, hvort sem það hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari eða í þjálfarateyminu og hjálpað til við leikgreiningu. Auk þess hefur hann verið í þjálfarateymum eða verið aðalþjálfari meistaraflokkslið Vals bæði í karla og kvennaflokki. Síðustu tvö ár stýrði hann karlaliði Vals en Ágúst Jóhannsson tók við liðinu af Óskari í sumar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.