Patrekur Jóhannesson (Sævar Jónsson)
Það styttist og styttist í komandi tímabil í Olís-deildum karla og kvenna en Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3. september á meðan Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september. Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki. Nú er komið að því að sjá hvað þjálfarateymi Stjörnunnar í Olís-deild kvenna þau Patrekur Jóhannesson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir höfðu að segja. Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið? Já mjög og allt að slípast saman. Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar? Við höfum misst sterka leikmenn en fengið góða leikmenn í staðin sem eiga eftir að smella saman. Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur? Það er að ná sem mestu út úr hverjum og einum leikamanni. Þær nái að blómstra í vetur og slípast saman. Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins? Það er að vera í öllum úrslitakeppnum. Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju? Það eru allir leikmenn velkomnir í Stjörnuna. (Við værum til í Björgu sem liðsstjóra) Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur? Valur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.