Var löng og erfið þjálfaraleit þess virði þegar upp er staðið?
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Hafþór Vignisson - Oddur Grétarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 5 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Þór.

Það ríkir mikil spenna fyrir komandi tímabili á Akureyri. Gamlir Þórsarar voru sóttir fyrir tímabilið í fyrra og verkefnið að koma liðinu upp úr Grill 66 deildinni tókst í fyrstu tilraun. Nýliðar síðustu tveggja tímabila hafa náð að halda sæti sínu í deildinni svo Þórsarar hljóta að hugsa, af hverju ekki við? Það mun reynast öllum liðum í deildinni erfitt að fara norður og mæta þeim í Höllinni og þar telur Handkastið að þeir muni sækja stigin sín.  Þór á heima í efstu deild og þeir munu sýna það í vetur.

Þjálfarinn:
Eftir mikla og langa þjálfaraleit hér heima í sumar fóru Þórsarar út fyrir landsteinana og sóttu Norðmanninn, Daniel Birkelund sem hefur mikla reynslu. Hefur komið eins og stormsveipur inn í Þórsumhverfið og það verður gaman að sjá hvað hann mun bjóða upp á í vetur.

Breytingar:
Liðið hefur ekki gengið í gegnum miklar breytingar. Oft er það jákvætt en þegar lið hafa verið að koma uppúr Grill66-deildinni hefur það oft sannað sig að lið þurfi að bæta við sig til að standast liðunum í Olís-deildinni snúninginn. Þórsarar hafa reynt að styrkja sig meira en ekki átt erindi sem erfiði.

Lykilmenn:
Oddur Grétarsson, Hafþór Vignisson, Brynjar Hólm Grétarsson.

Fylgist með:
Nikola Radovanovic er serbneskur markvörður sem Þór sótti í sumar. Hann þarf að skila sínu og hjálpa liðinu að múra fyrir markið.

Framtíðin:
Framtíðin er ein af ástæðum ráðningu á Daniel Birkelund. Þór þarf að huga gríðarlega vel að unglingastarfinu til að fá leikmenn upp í meistaraflokk. Langt er síðan að vonarstjarna kom upp í Þór. Daniel á að hafa yfirumsjón með þjálfurum, og á að “þjálfa þjálfarana” Ef nefna á einhvern þá er það Arnviður, stór og sterkur strákur sem getur spilað vörn.

Við hverju má búast:
Þór verður í neðri hlutanum. Þór þarf að vinna liðin í neðri hlutanum til að forðast fall, eða umspil. Handkastið verður illa svikið ef það verður ekki mikil stemning á heimaleikjum Þórs í Höllinni og mikil barátta í Þórsliðinu sem eru þekktir fyrir að vera fastir fyrir og tilbúnir að deyja fyrir sitt félag. Þórður Tandri Ágústsson þarf að haldast heill og að vera í formi. Oft verið of góður við sig og komið saddur inn í mótið.

Sjá einnig:
Umfjöllun um karlalið KA
Umfjöllun um karlalið Selfoss
Umfjöllun um kvennalið ÍBV
Umfjöllun um karlalið ÍR
Umfjöllun um karlalið Vals
Umfjöllun um kvennalið Stjörnunnar
Umfjöllun um kvennalið Fram
Umfjöllun um karlalið Aftureldingar
Umfjöllun um kvennalið Vals
Umfjöllun um karlalið Fram
Umfjöllun um kvennalið Hauka
Umfjöllun um karlalið Stjörnunnar
Umfjöllun um karlalið FH
Umfjöllun um karlalið Hauka
Umfjöllun um karlalið HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top