Birkir Benediktsson (FH handbolti)
Örvhenta skyttan, Birkir Benediktsson sem gekk nýverið í raðir FH frá Wakunaga í Japan verður frá keppni næstu vikurnar og missir af upphafi Olís-deildarinnar. Birkir varð fyrir því óláni að meiðast á síðustu æfingu FH-liðsins fyrir kveðjuleik Arons Pálmarssonar sem fram fór fyrir framan fullum sal af fólki í Kaplakrika í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Handkastsins fór Birkir úr puttalið á æfingu og má gera ráð fyrir því að Birkir verði frá næstu 2-3 vikur og gæti því misst að minnsta kosti af fyrstu tveimur leikjum FH í Olís-deildinni. Þetta eru slæm tíðindi fyrir FH því Leonharð Þorgeir Harðarson önnur örvhent skytta FH fór í aðgerð fyrr í mánuðinum og verður lengur frá. FH á erfitt prógram í uppafi tímabilsins en liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Fram í 1.umferð og mætir síðan Val í 2.umferð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.