Endjis Kusners ((Eyjólfur Garðarsson)
Hörður frá Ísafirði heldur áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir komandi tímabil í Grill66-deildinni. Fyrir helgi greindum við frá því að félagið hafi samið við tvo leikmenn frá Lettlandi, unga og efnilega skyttu sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Lettland á þessu ári og reynslu mikinn markvörð. Nú hafa hinsvegar bæst við hópinn tveir leikmenn frá Tékklandi. Um er að ræða hægri hornamanninn, Dan Korger sem er 26 ára og kemur til Ísafjarðar frá TJ Sokol Újezd u Brna í Tékklandi. Þá hefur félagið einnig samið við línumanninn, Petr Hlavenka sem er 21 árs og kemur frá HC Zubri í Tékklandi. Portúgalinn, Pedro Nunez sem er 37 ára tók við liði Harðar fyrr í sumar en hann kemur til Ísafjarðar frá portúgalska úrvalsdeildarfélaginu, Boa Hora en þar var Nunez aðstoðarþjálfari síðustu ár. Hann hefur einnig þjálfað í neðri deildum í Portúgal auk þess að hafa þjálfað á Englandi.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.