Hver verður markakóngur í vetur?
Eyjólfur Garðarsson)

Baldur Fritz Bjarnason (Eyjólfur Garðarsson)

Baldur Fritz Bjarnason var lang markahæsti leikmaður Olís-deildar karla á síðasta tímabili á sínu fyrsta tímabili í deildinni þrátt fyrur ungan aldur.

Margir leikmenn sem voru í kringum hann í markaskorun hafa nú yfirgefið deildina. Reynir Þór Stefánsson hefur haldið til Þýskalands, Birgir Steinn Jónsson gekk til liðs við Savehof og Úlfa Páll Monsi Þórðarson gekk til liðs við HC Alkaloid.

Peningurinn hjá undirrituðum færi því sennilega á Baldur Fritz aftur þenna árið en kíkjum aðeins á hverjir gætu veitt honum keppni um titilinn.

Skarphéðinn Ívar Einarsson – Haukar
Skarphéðinn Ívar var markahæsti leikmaður Hauka á síðasta tímabili á sínu fyrsta tímabili síðan hann gekk til liðsins frá KA. Eignaði sér vinstri skyttu stöðuna og var vaxandi í leik sínum. Er núna komin enn betur inn í hlutina á Ásvöllum og með nýjan þjálfara í brúnni. Haukar hafa minnst hvað minnst úr leikmannahópi sínum í sumar og ættu að vera til alls líklegir í sumar.

Dagur Árni Heimisson – Valur
Dagur Árni verið frábær með unglingalandsliðinu í sumar. Hann gekk til liðs við Val á vormánuðum og ætlar sér án efa stóra hluti með þeim í vetur. Það efast enginn um það að Dagur Árni getur raðað inn mörkunum en það sem gæti stoppað hann frá því að ná í markakóngstitilinn er breiddin sem Valur hefur yfir að ráða í útilínunni hjá sér.

Baldur Fritz Bjarnason – ÍR
Augljósa valið. Var langmarkahæstur á síðasta tímabili á sínu fyrsta tímabili með nýliðum ÍR í deildinni með 211 mörk í 22 leikjum. Hefur eflaust notað sumarið vel til að byggja sig upp líkamlega og mætir sterkari til leiks. Hefur fullt leyfi frá þjálfara liðsins til að láta vaða á markið og er einnig vítaskytta liðsins.

Marel Baldvinsson – Fram
Eftir brotthvarf Reynis Þórs til Melsungen er ábyrgðin komin á Marel. Gífurlegt efni sem hefur leikið vel með U19 landsliðinu í sumar. Mun leiða sóknarlínu Íslands- og bikarmeistara Fram í vetur og mun án efa hafa fullt skotleyfi frá Einari Jóns. Ef undirritaður yrði að velja kandídat gegn Baldri yrði það sennilega Marel.

Jón Ómar Gíslason – Haukar
Fór á kostum í upphafi tímabils í fyrra með Gróttu. Gekk í raðið Hauka í sumar og mun eflaust taka mikinn þátt sóknarlega Hauka í vetur. Dró aðeins af honum í fyrra í markaskorun eins og öllu liði Gróttu. Nær hann að tryggja sér vítapunkinn á Ásvöllum í vetur? Það gæti verið lykillinn af markakóngstitilinum hjá honum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top