Sigtryggur Daði Rúnarsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum. Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni. Í dag er 4 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið ÍBV. Tímabilið í fyrra hjá ÍBV var vægast sagt vonbrigði. Liðið gerði það sem fáir hafa tekist að tapa tvívegis í bikarnum, fyrst gegn Haukum í 16-liða úrslitum og síðan gegn Stjörnunni í undanúrslitum. Liðið náði aldrei flugi í deildinni og 6. sætið uppskeran og liðið kórónaði síðan lélegur vetur með því að tapa sannfærandi í 8-liða úrslitum gegn Aftureldingu. Þjálfarinn: Breytingar: Fylgist með: Framtíðin:
Erlingur Richardsson tekur við liðinu á nýjan leik af Magnúsi Stefánssyni sem þjálfaði liðið í tvö ár. Erlingur þekkir Eyjuna betur en flestir og veit hvað þarf til að ná árangri.
Töluverðar breytingar eru á liði ÍBV frá síðustu leiktíð. Þrír örvhentir leikmenn hafa horfið á braut, liðið er einum markmanni fátækari og þá ákvað félagið að framlengja ekki við sinn dáðasta son, Kára Kristján Kristjánsson en sóknarleikur ÍBV undanfarin ár hefur snúist mikið um Kára með góðum árangri. Stærsti bitinn á markaðnum, Daníel Þór Ingason er kominn til Eyja eftir veru sína í atvinnumennsku og þá sótti liðið Jakob Inga Stefánsson í vinstra hornið sem hefur sannað sig sem einn besta hornamann deildarinnar.
Lykilmenn:
Daníel Þór Ingason, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Dagur Arnarsson
Kristófer Ísak Bárðarson gekk í raðir ÍBV fyrir síðustu leiktíð frá HK. Hlutverk hans var í mýflugumynd hjá ÍBV í fyrra en þetta er stór og stæðileg skytta. Var fyrir framan í 5-1 vörn ÍBV í fjarveru Ívars Bessa á síðustu leiktíð. Nái Erlingur að vinna með þessa ungu skyttu, koma honum í alvöru form og bætt leikskilning og ákvörðunartöku gæti hann blómstrað í vetur.
Elís Þór Aðalsteinsson hefur hægt og bítandi fengið stærra hlutverk með ÍBV liðinu. Daniel Vieira er horfin af braut og nú á þessi ungi og efnilegi unglingslandsliðsmaður að fá lyklana af hægri skyttu ÍBV. Duglegur að fara maður á mann og með hörkuskot. Þyrfti að bæta varnarleik sinn.
Við hverju má búast:
Eyjamenn þyrftu sennilega á áfallahjálp að halda ef tímabilið sem framundan er verður lakara en það síðasta. Það er nokkuð ljóst að ÍBV hefur ekki sömu fjármuni að leika sér með eins og síðustu ár en félagið heldur áfram að skila af sér þrælefnilegum leikmönnum sem fá stærra tækifæri. Daníel Þór Ingason á að vera besti leikmaður deildarinnar og með Róbert Sigurðarson, Ísak Rafnsson, Kristófer Breka og fleiri risa þá getur maður ímyndað sér að það ætti að vera hægt að smíða betri varnarleik en liðið hefur sýnt. ÍBV á að stefna á topp fjóra að minnsta kosti og gera atlögu að þeim stóra.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.