Komast nýliðarnir í úrslitakeppnina?
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Bergrós var frábær í fyrra. ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 6 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið KA/Þórs.

KA/Þór eru nýliðar í Olís-deild kvenna eftir að hafa unnið Grill66-deildina á síðustu leiktíð nokkuð sannfærandi. Liðið fór taplaust í gegnum Grill66-deildina og tapaði einungis tveimur stigum. Halda í sama kjarna og hafa síðan bætt við sig erlendum leikmönnum. Eru með ungar og efnilegar stelpur innan sinna raða sem þurfa að axla ábyrgð strax.

Þjálfarinn:
Jónatan Magnússon tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð og er því á leið inn í sitt annað tímabil með liðið.

Breytingar:
Litlar breytingar hafa orðið á liðinu en liðið hefur sótt til sín þrjá erlenda leikmenn sem eru enn algjört spurningarmerki auk þess að hafa sótt ungan leikmann frá Vestmannaeyjum.

Lykilmenn:
Matea Lonac, Tinna Valgerður Gísladóttir, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir

Fylgist með:
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir vann nánast öll einstaklingsverðlaun sem hægt var að vinna á lokahófi HSÍ á síðustu leiktíð. Í lykilhlutverki í U19 ára landsliði Íslands og var frábær í Grill66-deildinni í fyrra. Þarf nú að takast á við töluvert stærra og meira verkefni sem verður fróðlegt að fylgjast með henni takast á við.

Framtíðin:
Lydía Gunnþórsdóttir ein af þessum efnilegu leikmönnum í KA/Þórs liðinu. Hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands og var í stóru hlutverki með KA/Þór í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. Skemmtilegur leikmaður sem getur bætt sig mikið í vetur.

Við hverju má búast:

Lið KA/Þórs rennur blint í sjóinn fyrir okkur í Handkastinu. Það veltur mikið á því hversu mikið erlendu leikmenn liðsins koma með að borðinu eins verður gaman að sjá ungu og efnilegu leikmenn liðsins sem fengu dýrmæta reynslu í Grill66-deildinni á síðustu leiktið en Olís-deildin er allt önnur skepna. Ef allt smellur hjá liðinu þá á liðið að gera sér væntingar að fara í úrslitakeppnina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top